Fréttir


Sérfræðingur/verkefnisstjóri við eftirlit með olíuleit og -vinnslu

19.2.2013

Orkustofnun auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings/verkefnisstjóra við eftirlit með olíuleit og -vinnslu.

Helstu verkefni:

  • Skipuleggja og fylgja eftir eftirlitsverkefnum á sviði leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi.
  • Byggja upp samskiptanet við samstarfsaðila innan stjórnsýslunnar og vinna að samræmingu og verkaskiptingu samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum.
  • Halda yfirlit um allar nauðsynlegar áætlanir fyrirtækja vegna leitar, rannsókna og vinnslu. Skipuleggja rýni og eftirlit með þeim í samstarfi við aðrar stjórnsýslustofnanir, erlenda samstarfsaðila og eftir atvikum með aðkeyptri ráðgjöf.
  • Fylgjast með tækniþróun og breytingum á kröfum til rekstraraðila með tilliti til öryggis og umhverfis.

Hæfniskröfur:

  • Menntun á sviði verkfræði.
  • Viðbótarmenntun á sviði olíuverkfræði er æskileg.
  • Þriggja ára starfsreynsla æskileg.
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku og hæfni í mannlegum samskiptum.

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningum fjármálaráðuneytis við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um starfið veita dr. Þórarinn Sv. Arnarson, verkefnisstjóri olíuleitar, (thorarinn.s.arnarson@os.is eða í síma 5696000) eða dr. Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri (gudni.a.johannesson@os.is eða í síma 5696000).

Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist til starfsmannastjóra Orkustofnunar, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík eða á netfang gd@os.is eigi síðar en 11. mars 2013.  Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.