Fréttir


Samanburður á orkukostnaði heimila á nokkrum stöðum

6.2.2013

Byggðastofnun hefur fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað við raforkunotkun og húsahitun á sömu fasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum á landinu á ársgrundvelli.

Orkustofnun hefur verið bent á rangfærslu í töflu þeirri sem Byggðastofnun birti á heimasíðu sinni sem einnig var birt á heimasíðu Orkustofnunar um orkukostnað heimila á nokkrum völdum stöðum á landinu. Ragnfærslan snýr að rafmagnsverði á Akranesi en fyrir mistök þá reiknaði Orkustofnun raforkuverðið út frá töxtum Rarik en það er Orkuveita Reykjavíkur sem sér um dreifingu á raforku þar. Raforkukostnaður á Akranesi er sá sami og í Reykjavík eða 72.711 kr/ári en ekki 77.553 kr eins og fram kom í töflunni. Orkustofnun tekur alfarið á sig þessi mistök og biðst afsökunar á þeim.

orka_2013


Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 m2 að grunnfleti og 351m3. Stærð lóðar er 808m2. Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt gjaldskrá þann 1. janúar 2013.


Af þeim stöðum sem skoðaðir voru reyndist rafmagnsverð hæst hjá notendum RARIK í dreifbýli kr. 103.059. Í þéttbýli er rafmagnsverð hæst á orkuveitusvæði RARIK kr. 72.711. Lægst er rafmagnsverðið á Akureyri kr. 66.278. Hæsta verð er rúmlega 55% hærra en lægsta verð. Í þéttbýli er hæsta verð 17% hærra en lægsta verð.

Þegar kemur að húshitunarkostnaðinum verða skilin skarpari. Þar er hæsti kyndingarkostnaðurinn á orkuveitusvæði RARIK í dreifbýli kr. 217.063. Í þéttbýli er kostnaðurinn hæstur á Grundarfirði, Neskaupstað og Vopnafirði kr. 187.133.

                                                                                                                                                  

Þess ber að geta að á nokkrum öðrum þéttbýlisstöðum er húshitunarkostnaður hærri en hér     kemur fram fyrir þá íbúa sem ekki eiga kost á hitaveitu eða fjarvarmaveitu. Lægsti húshitunarkostnaðurinn er á Sauðárkróki kr. 68.707. Hæsta verð er 216% hærra en lægsta verð. Í þéttbýli er hæsta verð 172% hærra en lægsta verð.

Ef horft er til heildarkostnaðar þá er kostnaðurinn hæstur í dreifbýli á orkuveitusvæði RARIK kr. 320.123. Heildarkostnaður í þéttbýli er hæstur á Grundarfirði, Neskaupstað og Vopnafirði kr. 264.686. Lægstur er heildarkostnaðurinn á Sauðárkróki kr. 146.260. Hæsta verð er því 119% hærra en lægsta verð. Í þéttbýli er hæsta verð 81% hærra en lægsta verð.

Eins og bent er á hér að framan eru aðstæður þannig á nokkrum þéttbýlisstöðum að ekki eiga allir húsráðendur kost á hitaveitu eða fjarvarmaveitu. Húshitunarkostnaður þessara aðila er hærri en fram kemur í súluritinu en sést aftur á móti í samanburðartöflunni. Þá ber og að hafa í huga að á nokkrum stöðum er veittur afsláttur af gjaldskrá hitaveitu þar sem ekki er hægt að tryggja lágmarkshita vatns til notanda.


Tafla

Súlurit