Fréttir


Forstöðumaður Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

1.2.2013

Orkustofnun auglýsir lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Hæfnisnefnd mun meta hæfni umsækjenda.

Helstu verkefni eru:

-       Að skipuleggja og stýra rekstri Jarðhitaskólans í samráði við orkumálastjóra og námsráð skólans í samræmi við samning Íslands við Háskóla Sameinuðu þjóðanna.

-       Að vera tengiliður stofnana HSþ á Íslandi við aðalstöðvarnar í Tokýó og taka þátt í háskólaráðsfundum og fundum forstöðumanna stofnana Háskóla Sameinuðu þjóðanna.

-       Að skipuleggja og bera ábyrgð á vali nemenda í þróunarlöndunum og vali á samstarfsstofnunum þar, og jafnframt að skipuleggja og bera ábyrgð á námskeiðum og ráðstefnum sem Jarðhitaskólinn heldur í þróunarlöndunum.

-       Að tryggja fagleg vinnubrögð og annast virkt gæðaeftirlit með þeim verkefnum sem unnin eru á vegum skólans, m.a. kennslu og verkefnum nemenda.

-       Að bera ábyrgð á fjármálum skólans og rekstraráætlunum og fylgja þeim eftir.


Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur starfað í Reykjavík frá 1979 og er hluti af þróunaraðstoð Íslendinga. Árlega koma um og yfir 30 raunvísindamenn og verkfræðingar frá þróunarlöndunum til 6 mánaða sérhæfðs náms í jarðhitafræðum og á annan tug eru í meistara- og doktorsnámi í samvinnu við Háskóla Íslands. Auk þess heldur skólinn árleg námskeið í Afríku og Mið-Ameríku. Jarðhitaskólinn er rekinn sem sjálfstæð eining innan Orkustofnunar. Fastir starfsmenn eru sex, en að auki kemur að kennslu fjöldi sérfræðinga frá rannsóknastofnunum, háskólum, verkfræðistofum og veitustofnunum.


Upplýsingar um skólann er að finna á vefsíðu hans (www.unugtp.is). Nánari upplýsingar um starfið  veita orkumálastjóri dr. Guðni A. Jóhannesson (gudni.a.johannesson@os.is eða í síma 5696000) og fráfarandi forstöðumaður Jarðhitaskólans dr. Ingvar Birgir Friðleifsson (ibf@os.is, eða í síma 5696000). Aðalstöðvar Háskóla Sameinuðu þjóðanna eru í Tókýó (www.unu.edu).


Hæfniskröfur: Doktors- eða meistarapróf í raunvísindum eða verkfræði og mikil reynsla í rannsóknum og/eða vinnslu jarðhita. Reynsla af kennslu og leiðbeiningastörfum við háskóla. Mjög góð enskukunnátta, ritfærni, reynsla af alþjóðasamstarfi, og hæfni í mannlegum samskiptum.


Laun greiðast samkvæmt samningum fjármálaráðuneytis við viðkomandi stéttarfélag. 

Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist starfsmannastjóra Orkustofnunar, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík, netfang gd@os.is, eigi síðar en 11. mars 2013