Fréttir


Orkustofnun veitir Íslenskri Matorku nýtingarleyfi á jarðhita

23.1.2013

Orkustofnun veitir Íslenskri Matorku nýtingarleyfi á jarðhita í Baðsheiði, Rangárþingi ytra. Leyfið er veitt á grundvelli laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu og felur í sér nýtingu á jarðhita á ársgrundvelli 9,5 x 108 l eða 30 l/s að jafnaði með afltoppum upp á allt að 50 l/s af 52°C heitu vatni til þarfa hitaveitu og fiskeldis úr borholum í Baðsheiði.

Þann 20. október 2012 barst Orkustofnun umsókn frá Íslenskri matorku ehf, kt. 480210-0930, þar sem á grundvelli 6. gr. laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998 [auðlindalaga] var sótt um leyfi til nýtingar á að lágmarki 30 l/s af heitu vatni á svæði þar sem nú eru borholur í Baðsheiði í landi Stóra-Klofa, Rangárþingi ytra, en jarðhitaréttindin eru talin í óskiptri sameign Landgæðslu ríkisins, f.h. íslenska ríkisins vegna jarðarinnar Stóra Klofa og jarðarinnar Litla Klofa.

Í framhaldi af lögbundinni málsmeðferð Orkustofnunar og í samræmi við IV. kafla laga nr. 57/1998, veitti Orkustofnun þann 22. janúar 2013, Íslenskri matorku ehf. nýtingarleyfi á jarðhita á ársgrundvelli 9,5 x 108 l eða 30 l/s að jafnaði með afltoppum upp á allt að 50 l/s af 52°C heitu vatni til þarfa hitaveitu og fiskeldis úr borholum í Baðsheiði, sbr. meðfylgjandi leyfi ásamt fylgiskjölum. Um málsmeðferðina er nánar fjallað í fylgibréfi með leyfinu.

Samkvæmt 33. gr. laga nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu sæta ákvarðanir Orkustofnunar, er lúta að veitingu, endurskoðun og afturköllun rannsóknar- eða nýtingarleyfa samkvæmt lögunum, kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefndina.

Leyfið

Fylgibréf með leyfi