Fréttir


Framtíð norrænna orkukerfa

18.1.2013

Orkustofnun og Norrænar orkurannsóknir halda ráðstefnu í tengslum við útgáfu skýrslu alþjóðlegu orkustofnunarinnar (IEA) um framtíð norrænna orkukerfa.

Í skýrslunni sem ber heitið „Nordic Energy Technology Perspective“ er brugðið upp sviðsmyndum af því hvernig Ísland og norðurlöndin geta verið með orkukerfi sem eykur ekki kolefnislosun (carbon-neutral) fyrir árið 2050. Þetta er í fyrsta skipti sem IEA gefur út svæðisbundna útgáfu af Energy Technology Perspective.

Hagsmunaaðilar eru hvattir til að taka þátt og fá þannig innsýn í niðurstöðurnar og þýðingu þeirra fyrir Ísland. Hægt verður að nálgast skýrsluna þann 22. janúar.

Ráðstefnan verður haldin þann 12. febrúar frá klukkan 9:00-12:00 í fyrirlestrarsal Orkustofnunar, Orkugarði, Grensásvegi 9.

Nánar um dagskránna og skýrsluna má finna hér.