Málstofa um orkuvöktun, virkjun umhverfisorku og möguleika sem bjóðast með orkugeymslu
Í OCTES er meðal annars kannað hvaða áhrif raforkuverð hefur á notkun í dreifbýli og einangruðum svæðum. Almennt er gerð sú krafa að rafmagn sé til staðar þegar þess er þörf en verkefnið spyr hvort hægt sé að nota orkuverð eða aðrar upplýsingar til að breyta hegðun neytenda þannig að notkunin verði í takt við framleiðslugetu? Í verkefninu er einnig kannað hvernig orkugeymsluaðferðir geta nýst til orkusparnaðar og til að gera lausnir til virkjunar umhverfisorku fýsilegri.
Á málstofunni verður fjallað um þessi viðfangsefni og býðst þátttakendum einnig tækifæri til að ræða viðfangsefnin við fyrirlesara sem og aðra gesti.
Fimmtudaginn 17. janúar 2013
13:00-15:20
Staðsetning: Orkugarði
Nánari upplýsingar og dagskrá