Fréttir


Orkustofnun gefur út sín fyrstu leyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu

4.1.2013

undirskrift-3Orkustofnun hefur í dag, að viðstöddum olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe og Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, gefið út tvö sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu og gass) á Drekasvæðinu.

Petoro Iceland AS, útibú á Íslandi, er leyfishafi í báðum leyfunum fyrir hönd norska ríkisins, samkvæmt ákvörðun norska stórþingsins frá 18. desember sl., til samræmis við samning milli Íslands og Noregs frá 1981 um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen og bókun við áðurnefndan samning frá nóvember 2008.

Annað leyfið er til Faroe Petroleum Norge AS sem rekstraraðila með 67,5 % hlut, Íslensks Kolvetnis ehf. með 7,5 % hlut og Petoro Iceland AS með 25 % hlut.

Hitt leyfið er til Valiant Petroleum ehf. sem rekstraraðila með 56,25 % hlut, Kolvetnis ehf. með 18,75 % hlut og Petoro Iceland AS með 25 % hlut.

Leyfin eru veitt með vísan til ákvæða laga nr. 13/2001 um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, með síðari breytingum, reglugerð nr. 884/2011, ásamt upplýsingum í sérleyfisumsókn og öðrum upplýsingum frá umsækjendum.

Orkustofnun  leitaði umsagna umhverfisráðuneytis og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis í samræmi við ákvæði laga og mat þær umsagnir með tilliti til framkominna umsókna og þeirra rannsóknaráætlana sem þar um ræðir. Stofnunin kannaði ítarlega tæknilega og jarðfræðilega getu umsækjenda til að takast á við þá umfangsmiklu starfsemi sem í leyfisveitingunni felst. Þá kannaði Orkustofnun fjárhagslega getu móðurfyrirtækja umsækjenda svo tryggt verði að umsækjendur hafi fjárhagslegt bolmagn til að sinna verkefninu til lengri tíma og til að gæta viðhlítandi umhverfis- og öryggisþátta.


           Kort af leyfissvæðunum
 

faroe_petroleum_og_valiant_petroleum-litud-svaedi

Rautt: Faroe Petroleum, Íslenskt Kolvetni og Petoro. 2.704 ferkm.

Blátt: Valiant Petroleum, Kolvetni og Petoro. 1.119 ferkm.


Leyfi á íslensku - Valiant Petroleum ehf, Kolvetni ehf, Petoro Iceland AS

Fylgibréf - Valiant Petroleum ehf, Kolvetni ehf, Petoro Iceland AS


Leyfi á íslensku -  Faroe Petroleum Norge AS, Íslenskt Kolvetni ehf, Petoro Iceland AS

Fylgibréf - Faroe Petroleum Norge AS, Íslenskt Kolvetni ehf, Petoro Iceland AS