Fréttir


Blaðamannafundur vegna leyfisveitinga á Drekasvæðinu

2.1.2013

Orkustofnun gefur út tvö sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu næsta föstudag. Um er að ræða leyfisveitingar, til annars vegar Faroe Petroleum Norge AS, útibús á Íslandi, og Íslensks Kolvetnis ehf. og hins vegar Valiant Petroleum ehf. og Kolvetnis ehf.

Norski olíu- og orkumálaráðherrann Ola Borten Moe verður hér á landi við undirritun sérleyfanna en norska ríkisolíufélagið Petoro verður þátttakandi í báðum leyfunum. Steingrímur J. Sigfússon Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og Guðni A. Jóhannesson Orkumálastjóri munu svara fyrirspurnum blaðamanna að lokinni undirritun leyfanna.

Undirritunin og blaðamannafundurinn fer fram í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu næsta föstudag þann 4. janúar klukkan 10.