Fréttir


GEORG - Klasasamstarf í jarðhitarannsóknum með opið hús

16.11.2012

Fimmtudaginn 22. nóvember næstkomandi mun GEORG standa fyrir kynningu á átta verkefnum sem hafa fengið stuðning og vinna að markmiðum klasasamstarfsins.

Auk þessara átta verkefniskynninga verður starfsemi GEORG kynnt almennt.


Þarna gefst tækifæri til að fá innsýn í það sem GEORG hefur lagt af mörkum og skoða möguleikana á frekara samstarfi í framtíðinni. 

Markmið GEORG er að byggja brýr milli leiðandi aðila á jarðhitasviðnu og mynda þannig sterkt afl til vísindalegra og tæknilegra framfara, fjölgunar sérfræðinga í jarðhitarannsóknum, verkfræði og hönnun.


Kynningarnar munu fara fram á ensku.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu GEORG