Fréttir


Áhugasamir gestir fjölmenntu á kynningu um vindmyllur

17.10.2012

Góð aðsókn var á fyrsta erindi vetrarins sem haldið var í dag. Sæþór Ásgeirsson fjallaði um hönnun á vindmyllu fyrir sumarhús á Íslandi. fundargestir--vindmylla

Orkusjóður veitti Sæþóri fyrst styrk árið 2010 þegar smíðaðar voru tvær vindmyllur fyrir sumarhús til þess að prófa í íslenskum aðstæðum. Seinni styrkurinn sem veittur var ári síðar gerði honum kleift að endurbæta frumgerðirnar með það að markmiði að endanleg útgáfa yrði framleidd og seld á almennum markaði. Hugmyndin kviknaði út frá verkefni í vélaverkfræði við Háskóla Íslands.

Sæþór hefur nú þegar stofnað fyrirtækið IceWind sem hannar og smíðar litlar vindmyllur fyrir sumarhús, bóndabæi og heimili. Framleiðslugeta Vindmyllanna er frá 600W upp í 1500W miða við 10m/s. Þær eru hljóðlausar, þurfa ekki að snúa sér uppí vindinn og hafa háan þolhraða. Að auki eru þær hannaðar fyrir staðvinda svæði og geta framleitt í mjög lágum vindi eða 2-3m/s.Saethor-flytur-fyrirlestur

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðunni icewind.is og hér er kynning Sæþórs.

Nokkur verkefni sem Orkusjóður hefur styrkt hafa þegar verið valin til kynningar en stefnt er að því að halda slík erindi reglulega í vetur. Næsta erindi verður haldið þann 7. nóvember í Víðgelmi fyrirlestrarsal Orkugarðs og ber heitið “Þróun stýriaðferða til aukinnar hagkvæmni íslenska virkjankerfisins - Verkís líkanið” eftir Þorberg Stein Leifsson.