Fréttir


Orkustofnun fer af stað með kynningar á verkefnum sem styrkt hafa verið af Orkusjóði

10.10.2012

vindmylla

Fyrsta erindi vetrarins verður næstkomandi miðvikudag þann 17. október, 2012 klukkan 12:00-13:00 í fyrirlestrarsal Orkustofnunar að Grensásvegi 9. Nokkur verkefni sem Orkusjóður hefur styrkt hafa þegar verið valin til kynningar en stefnt er að því að halda slík erindi reglulega í vetur.

Sæþór Ásgeirsson mun fjalla um verkefni sem snýst um að þróa og koma á markað vindrafstöðvum fyrir íslenskar aðstæður. Við hönnun vindrafstöðvarinnar er lágt verð, ending og gott útlit haft í fyrirrúmi.  Orkusjóður hefur styrkt Sæþór Ásgeirsson tvisvar sinnum.  Fyrst árið 2010 þegar smíðaðar voru tvær vindrafstöðvar fyrir frístundahúsabyggð til þess að prófa þær við íslenskar aðstæður.  Seinni styrkurinn  gerði honum kleift að endurbæta frumgerðirnar með það að markmiði að endanleg útgáfa verði framleidd og seld á almennum markaði.

Hugmyndin kviknaði út frá verkefni í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Vindrafstöðvarnar eru óhefðbundnar í hönnun þar sem ekki er byggt á hefðbundnu formi og reynslan hefur sýnt að þær reynast vel að flestu leyti.