Fréttir


Orkustofnun veitir Sveitarfélaginu Fjarðabyggð nýtingarleyfi á grunnvatni

8.10.2012

Orkustofnun veitir Sveitarfélaginu Fjarðabyggð nýtingarleyfi á allt að 120 L/s af grunnvatni úr borholum á tilteknu landi Tandrastaða í Fannardal í Norðfirði.

Leyfið tekur til nýtingar á grunnvatni til amenningsvatnsveitu og felur í sér heimild til handa leyfishafa til að nýta grunnvatn á leyfistímanum í því magni og með þeim skilmálum öðrum sem tilgreindir eru í leyfinu og lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu.

Leyfið gildir frá 5. október 2012 til 5. október 2042, með heimild til framlengingar í 15 ár í senn nema forsendur breytist.

Nýtingarleyfi ásamt fylgiskjölum