Fréttir


Svíar búa til App sem auðveldar neytendum val á ljósaperum

21.9.2012

Sænska orkumálastofnunin hefur nú útbúið App sem auðveldar neytendum val á ljósaperum. Með Appinu er meðal annars hægt að fá upplýsingar um sparnað, lýsingu og orkunotkun. 

Með tilkomu nýju tilskipunarinnar frá Evrópusambandinu þá munu gömlu glóperurnar brátt hverfa af markaði og sparperur koma í staðinn. Sparperur eru til í ýmsum útfærslum en mikið úrval er af slíkum perum á markaði. Nýja Appið sem svíar hafa búið til mun hjálpa neytendum við val á réttu perunni eftir þörfum hvers og eins en þannig geta neytendur bæði sparað peninga og verið umhverfisvænir segir Anita Aspegren skrifstofustjóri hjá sænsku orkumálastofnuninni á vefsíðu þeirra.

Á meðan neytandinn er staddur í búðinni að velja peru getur hann fengið upplýsingar um sparnað í krónum, hvaða lýsing virkar best og upplýsingar um orkunotkun. Þá er einnig hægt að finna upplýsingar um það sem fram kemur á umbúðunum. Þegar svo kemur að því að losa sig við gamlar perur þá inniheldur Appið einnig upplýsingar um endurvinnslu á perum en sparperur innihalda kvikasilfur og því mikilvægt að farga þeim á réttan hátt. Sænska Appið er ókeypis og bæði í boði fyrir iPhone og Android síma og virkar án þess að tengjast við farsímakerfið.