Fréttir


Málþing um þróunarsamvinnu

20.9.2012

Kenya_CDSC_2011Félag Sameinuðu þjóðanna stendur fyrir málþingi í samstarfi við Háskóla Sameinuðu þjóðanna föstudaginn 21. september, klukkan 15.00 í Öskju, Háskóla Íslands.

Forstöðumaður jarðhitaskólans Dr. Ingvar Birgir Friðleifsson mun kynna Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi auk þess sem nemendur úr Jarðhitaskólanum, Sjávarútvegsskólanum, Landgræðsluskólanum og Jafnréttisskólanum munu segja frá reynslu sinni.

Orkustofnun rekur Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna samkvæmt sérstökum samningi við Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Á rúmlega 30 ára starfsferli sínum hefur skólinn útskrifað meira en fimm hundruð nema.

Málþingið er hluti af kynningarátakinu „Þróunarsamvinna ber ávöxt“ en því er ætlað að auka skilning og þekkingu almennings á málefnum þróunarlanda og vekja Íslendinga betur til vitundar um samfélagslegar og siðferðilegar skyldur þjóðarinnar í baráttunni gegn fátækt, vannæringu og ójöfnuði í heiminum. Nánari upplýsingar um átakið má finna á Facebook-síðu þess.

Að átakinu standa ABC barnahjálp, Afríka 20:20, Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna – UNICEF á Íslandi, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Hjálparstarf kirkjunnar, Rauði krossinn, Samband íslenskra kristniboðsfélaga, SOS barnaþorpin á Íslandi, UN Women og Þróunarsamvinnustofnun Íslands.

Dagskrá