Möguleikar á metanvinnslu skoðaðir á Flótsdalshéraði
Avinnumálanefnd sveitarfélagsins, Hitaveita Egilsstaða og Fella og Orkusetur láta nú vinna skýrslu um hagkvæmni þess að nýta heita vatnið í gerjunarstöð fyrir lífrænan úrgang en þar yrði framleitt bæði metan á bíla og áburður.
Skýrslan mun gefa mynd af þeim möguleikum sem eru til staðar fyrir austan með tilliti til umfangs á lífrænu efni sem og grófar tölur fyrir stofn- og rekstrarkostnað mögulegrar metanframleiðslu. Gert er ráð fyrir útgáfu skýrslunnar á haustmánuðum.
Fréttastofa Ríkisútvarpsins fjallaði um þetta.