Fréttir


Vel heppnuð jarðhitaleit að Möðruvöllum í Kjós

14.9.2012

borhola-kjos-isorFyrr á þessu ári veitti Orkusjóður, Kjósarhreppi, lán til jarðhitaleitar að Möðuvöllum í Kjós. 

Um var að ræða borun vinnsluholu fyrir væntanlega hitaveitu í hreppnum.  Ráðist var í verkið að undangengnum rannsóknum sem unnar voru af sérfræðingum Íslenskra orkurannsókna undir stjórn Kristjáns Sæmundssonar jarðfræðings.

Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sá um borunina og var jarðborinn Nasi notaður til verksins. Borholan MV-19 varð 822 metra djúp og fóðruð niður í 152 metra. 

Úr holunni er sjálfrennandi vatn, rúmlega 14 l/sek og er það 80° heitt.  Við verklok var framkvæmd stutt afkastamæling.  Niðurstöður mælingarinnar teljast ekki alveg óyggjandi en ljóst er þó að um vel heppnaða heitavatnsholu er að ræða.