Fréttir


Raforkuverð borið saman með einfaldri reiknivél

12.9.2012

Raforkusala er á samkeppnismarkaði og hefur Orkusetur sem rekið er af Orkustofnun nú opnað reiknivél á netinu sem auðveldar neytendum val á orkusöluaðila.

Í ársbyrjun 2006 var raforkusala gefin frjáls til neytanda. Síðan þá hafa raforkureikningar verið tvískiptir.  Annarsvegar greiða neytendur fyrir raforkuframleiðslu og hinsvegar fyrir dreifingu. Dreifing raforku er sérleyfisþáttur þannig að einn aðili sér um dreifingu á hverjum stað svo að notendur geta ekki valið sér dreifiaðila. Raforkusala er hinsvegar á samkeppnismarkaði og öllum frjálst að skipta um orkusöluaðila með einföldum hætti.

Reiknivélin