Fréttir


Orkustofnun gefur út Orkumál

10.9.2012

orkumal-7Blaðið byggir á tölulegum upplýsingum frá árinu 2011. Þar er stiklað á stóru í helstu verkefnum raforkueftirlits á árinu ásamt því að fjallað er um raforkuvinnslu, raforkunotkun, verðlag á rafmagni, gæði raforku og afhendingaröryggi, dreifiveitur og flutningskerfi.

Þar má meðal annars sjá að raforkuverð er hagstæðast á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin.Raforkuvinnsla á hvern íbúa á Íslandi er mikil í samanburði við nágrannalöndin eða um 53,9 MWst/íbúa en í Bretlandi er þessi tala 5,6 MWst/íbúa. Að auki er gæði raforku og afhendingaröryggi á Íslandi með því hæsta í heimi. Litlar breytingar hafa verið á raforkuvinnslu sem hefur að mestu staðið í stað síðustu ár.

Vefritið má nálgast á vef Orkustofnunar líkt og fyrri útgáfur Orkumála. Þess má geta að Orkustofnun hefur gefið út Orkumál með hléum frá árinu 1959. Í Orkumálum síðustu ára var lögð áhersla á helstu lykiltölur, greinar og það sem nýstárlegt þykir hverju sinni.

Orkumál