Fréttir


Orkustofnun tekur þátt í hitaveitudögum á Skagaströnd  

6.9.2012

Hitaveitudagar á Skagaströnd voru haldnir dagana 31. ágúst og 1. september síðastliðinn, en til stendur að leggja hitaveitu þangað frá Blönduósi á næsta ári.

hitaveitudagarOrkustofnun tók þátt í þessum dögum þar sem íbúar voru fræddir um ýmsar lausnir við hitaveitutengingar, ofnakerfi, hagkvæmni og endurgreiðslur ríkissjóðs. Var góður rómur gerður af þessu og væntanlega eru íbúar fróðari um það sem er í vændum.

Orkustofnun annast framkvæmd niðurgreiðsla og ákveður hvenær þær falla niður þar sem kostur er á hitaveitu.

Í staðinn er veittur styrkur til þess að koma á hitaveitu og getur hann numið allt að tólf ára áætluðum niðurgreiðslum á rafmagni til húshitunar á orkuveitusvæði viðkomandi hitaveitu. Ef miðað er við meðalnotkun til húshitunar næstu fimm ár á undan. Styrknum á að verja til uppbyggingar hitaveitunnar og að hluta (35%) til að létta undir kostnaði húseiganda við breytingar á hitakerfi.

Eingreiðsla ríkissjóð vegna þessa verks er um 250 millj.kr. og niðurgreiðslur falla niður en þær nema nú um 20 millj. kr/ári.