Fréttir


Reiknilíkön og hönnun orkuvinnslukerfa - Norræn ráðstefna í Reykjavík

6.9.2012

Orkustofnun í samstarfi við Scandinavian Simulation Society (SIMS) stendur fyrir ráðstefnu í Orkugarði dagana 4-6. október. forsida-sims


Erindi á ráðstefnunni snúa að sjálfbærri nýtingu jarðhitakerfa víðsvegar í heiminum, hönnun vatnsaflsvirkjana, nýtingu olíuauðlinda, virkjun sólar- og vindorku og margt fleira.

Þetta er 53 ráðstefna norrænu samtakanna en sú fyrsta sem haldin er hér á landi. Nú þegar hafa fjölmargir fyrirlesarar sent inn efni og búast má við áhugaverðum erindum í þá tvo daga sem ráðstefnan stendur yfir.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér.