Fréttir


Orkustofnun veitir Landsvirkjun rannsóknarleyfi vegna áætlana um virkjun í efri hluta vatnasviðs Stóru Laxár í Hrunamannahreppi

25.7.2012

Landsvirkjun stefnir að því að rannsaka hagkvæmni þess að nýta rennsli Stóru Laxár og fall frá miðlunarlóni í Illaveri að fyrirhugaðri virkjun skammt frá Hrunakrók í Hrunamannahreppi.

Rannsóknarleyfið felur ekki í sér heimild til auðlindanýtingar né fyrirheit um forgang að nýtingar- eða virkjunarleyfi, komi til nýtingar á auðlindinni síðar.  Í leyfinu segir í 2. mgr. 1.gr. að leyfið veiti ekki heimild til nýtingar á jarðrænum auðlindum eða virkjunarleyfi.

Orkustofnun telur mikilvægt að raski sé haldið í lágmarki og leggur áherslu á að gengið sé um svæðið af mestu varkárni og í samræmi við náttúruverndarlög. Þá telur Orkustofnun mikilvægt að þess sé gætt, komi ekki til nýtingar síðar meir, að frágangur verði með þeim hætti að ummerki vegna mögulegra framkvæmda vegna rannsókna á svæðinu verði fjarlægð.

Leitað var umsagnar hjá lögboðnum umsagnaraðilum. Ekki bárust efnislegar athugasemdir við útgáfu rannsóknarleyfisins.



Leyfið

Fylgibréf með leyfi