Fréttir


Úthlutun styrkja úr Orkusjóði

Sautján styrkjum úthlutað úr Orkusjóði

12.7.2012

Miðvikudaginn 11. júlí afhentu Steingrímur J. Sigfússon, iðnaðarráðherra og Mörður Árnason, formaður orkuráðs, styrki úr Orkusjóði til rannsóknar- og kynningarverkefna fyrir árið 2012.

Alls bárust 55 umsóknir um samtals 125,7 m.kr. og voru í þeim hópi ýmis áhugaverð og mikilsverð verkefni sem ekki var unnt að styrkja að þessu sinni.

Í auglýsingu var nú líkt og undanfarin ár lögð áhersla á verkefni sem snertu hagkvæma orkunýtingu og orkusparnað, innlenda orkugjafa, vistvænt eldsneyti og sparnað jarðefnaeldsneytis. Miðað er við að styrkir úr Orkusjóði geti numið allt að helmingi kostnaðar við verkefnið sem styrkinn hlýtur eða þann hluta þess sem styrktur er.

Í samræmi við ofangreind áhersluatriði Orkuráðs þá eru metan- og lífdísilverkefni áberandi í hópi þeirra sem nú hlutu styrk, en einnig má nefna verkefni sem tengjast orkusparnaði í landbúnaði og sjávarútvegi, þróun greiningartækis til að auðvelda innleiðingu rafbíla, tilraunum með nýjar aðferðir við nýtingu jarðvarma og fræðsluverkefni um orku- og umhverfismál fyrir almenning og skólafólk. 

Eftirtalin verkefni hlutu rannsóknar- eða fræðslustyrk úr Orkusjóði 2012 

1. Lífgasvinnsla fyrir sjálfbær kúabú - 1,25 m.kr.

Efla, verkfræðistofa - Jóhannes Rúnar Magnússon. Verkefnið felst í að skoða minni metanvinnslu fyrir kúabú sem hafa ekki aðgang að hitaveitu eða ódýrum orkugjöfum. Áður hafa verið skoðaðar vinnslur sem melta kúamykju frá nokkrum nærliggjandi búum þar sem þarf að fjárfesta í dýrum hreinsibúnaði til að fullvinna hreint metan. Lífgas yrði þá leitt inná vélar, án frekari hreinsunar, til hita- og rafmagnsframleiðslu fyrir búið sjálft. 

2. Asetínframleiðsla, fyrstu skref – 2,0 m.kr.

Gefn ehf – Ásgeir Ívarsson. Asetín er lífrænt efnasamband sem hægt er að vinna úr efnum sem falla til í iðnaði hérlendis, ekki síst lífdísilframleiðslu. Asetín er notað m.a. til að bæta eiginleika eldsneytis, þar á meðal kuldaþol þess, og má með asetíni einnig auka íblöndunarhlutfall lífdísils í dísilolíu. Verkefnið felur í sér fyrstu skref við að þróa aðferð til asetín framleiðslu. 

3. Fóðring í borholum, áraunarhermun – 374 þ.kr.

Gunnar Skúlason Kaldal. Um er að ræða togþolsmælingar á stáli sem notað er í fóðringar í háhitaborholum. Með verkefninu fæst betri þekking á því hvernig styrkur fóðurröra minnkar við aukið hitastig. Þetta er mikilvægt vegna þess að skemmdir á fóðringum í háhitaborholum geta leitt til þess að borholur verði óvinnsluhæfar en orsakir skemmdanna eru ekki þekktar að fullu.  

4. Aukin notkun vélahitara - Millistykkið - 1,550 M.kr.

Íslensk NýOrka ehf. - Jón Björn Skúlason. Verkefninu er ætlað að stuðla að aukinni notkun véla- og innanrýmishitara í bifreiðum hér á landi. Safnað verður upplýsingum, og gerðar tilraunir með notkun hitara í bifreiðum sem nota mismunandi orkugjafa. Niðurstöðunum verður komið á framfæri við fyrirtæki og almenning þar sem sjá má ávinningi af notkun hitara, bæði með tilliti til eldsneytissparnaðar og minni útblásturs.  

5. Metangasvinnsla í Hraungerði - 2,3 M.kr.

Jón Tryggvi Guðmundsson. Tilraunakeyrsla á metangasframleiðslu úr kúamykju hefst á bænum Hraungerði í Flóahreppi í haust, og ef vel tekst til kynni vinnslan þar að verða fyrirmynd fyrir kúabú um landið. 

6. Nýting berghita – 600 þ.kr.

Jón Svavar Þórðarson, Ölkeldu á Snæfellsnesi. Á Ölkeldu hafa verið boraðar 11 holur í leit að heitu vatni, þar af tvær um 800 m djúpar. Berghiti á því dýpi er um 90 gráður en þar finnst ekkert vatn. Bergið er hins vegar lekt niður á 280 m dýpi. Verkefnið felst í að leiða vatnið niður og hita það, eða ná því upp heitara en nú er. Vatnið yrði notað til baða eða húshitunar, og ef vel tekst til gætu niðurstöður nýst við svipaðar aðstæður annarstaða á landinu. 

7. Sparakstur – 700 þ.kr.

Karl Eskil Pálsson – Verkefnið er að gera 30 mínútna langt myndband um sparakstur og kynna þar raunhæfar leiðir til að lækka eldsneytiskostnað. Myndbandið á að höfða sérstak lega til ungs fólks. 

8. Orkunotkun og orkusparnaður í búrekstri – 2,829 m.kr.

Landbúnaðarháskóli Íslands - Jón Guðmundsson. Verkefnið sem hér er sótt um styrk til er tvíþætt. Annarsvegar er um að ræða úttekt á orkunotkun í búrekstri og hins vegar undirbúningur námskeiða um orkusparnað í búrekstri. Markmiðið er að fá yfirsýn um orkunotkun í íslenskum land- búnaði, og finna leiðir til sparnaðar. 

9. Orkumál og unga fólkið – 1 m.kr.

Marta Guðrún Daníelsdóttir. Unnið að námsefni um orkumál tengd umhverfis- málum, og er það ætlað nemendum á framhaldsskólastigi. Tilraunakennsla haustið 2012 við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ.  

10. Þróun lítilla metanhreinsistöðva - 2,5 m.kr.

Metanorka ehf. – Dofri Hermannsson. Einn helsti þröskuldur í vegi lítilla metanorkuvera er mikill kostnaður við búnaðinn sem notaður er til að hreinsa metan úr lífgasi. Tilgangur verkefnisins er að reyna aðferðir sem gætu dregið mjög úr þessum kostnaði, og koma við sögu borholur, hljóðbylgjur og þrýstitankar. 

11. Notkun á endurnýjanlegri orku á sjó (RENSEA) – 2,150 M.kr.

Norðursigling ehf. - Árni Sigurbjarnason. Styrkur er veittur til fyrsta áfanga af þremur í verkefni sem miðar að því að knýja einn eða fleiri af hvalaskoðunar- bátum styrkþega með vistvænum orkugjöfum, lífdísil og rafmagni. Unnið verður að kortlagningu þeirrar þekkingar sem til staðar er, hérlendis og erlendis, einnig þeirra verkefna sem ráðist hefur verið í. Tilgangurinn er að byggja áframhald verkefnisins á sem tryggustum grunni. Niðurstöður þessa fyrsta áfanga geta síðan nýst hverjum sem er.  

12. Tvöföldun metanframleiðslu með hjálp rafpúlsa - 2,909 m.kr.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands - Magnús Guðmundsson. Ætlunin með verkefninu er að nýta metanaðstöðuna í Sorpu til að forvinna lífræn hráefni með rafpúlsum með nýjum aðferðum, en talið er að með því megi allt að því tvöfalda metan- framleiðsluna.  

13. Greiningartól til að auðvelda innleiðingu rafbíla –1,2 m.kr

Ramp ehf. – Gunnar Pétur Hauksson. Með verkefninu er ætlunin að ljúka gerð greiningarkerfis, EVA-kerfisins, sem kemur að gagni við innleiðslu rafbíla og tvinnbíla hjá stofnunum og fyrirtækjum sem þurfa talsverðan bílaflota og gefur til kynna hvaða bílum væri hagkvæmt að skipta út, hvaða tegund hentar best, hvar ætti að setja upp hleðslustöðvar o.s.frv. 

14. Orkuávöxtun fjárfestinga í vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum – 500 þ.kr.

Reynir Smári Atlason. Í verkefninu verður reiknuð út sú orka sem þarf til að reisa valdar jarðvarma og vatnsaflsvirkjanir og síðan stuðull (EROI-stuðull) sem segir til um hlutfall milli þeirrar orku sem þarf til að framleiða viðkomandi orku og þeirrar orku sem er skilað til samfélagsins. Einnig verður reiknaður út orku- endurgreiðslutími hverrar virkjunar, þ.e. sá tími sem það tekur viðkomandi virkjun að borga til baka (framleiða) þá orku sem það tók að koma virkjuninni af stað. 

15. Sjálfbær jarðhitakerfi – 1,0 m.kr.

Silja Rán Sigurðardóttir. Verkefnið felst í að þróa einfalt líkan af hegðun jarðhitasvæða sem nota má til að taka fjárhagslegar og hagkvæmar ákvarðanir fyrir virkjanir í gangi og framtíðarvirkjanir. Í þessum áfanga er áhersla annarsvegar lögð á að fylgja eftirspurn og hins vegar á sjálfbæra framleiðslu á jarðhitasvæðum. 

16. Arðsemi- og hagkvæmnismat lífdísilframleiðslu – 1,050 m.kr.

Sævar Birgisson. Tilgangur verkefnisins er að athuga hvort hagkvæmt sé að framleiða lífdísil á Íslandi fyrir almenna bíla, vinnuvélar og skip. Lögð er áhersla á samanburð við grannlönd, og hugað að verðlagi, skattamálum, eignarhaldi og ýmsum óvissuþáttum í lífdísilframleiðslu. 

17. Uggadrif fyrir báta og skip – 660 þ. kr.

Sæþór Ásgeirsson. Verkefnið snýst um að smíða frumgerð af drifi fyrir báta og skip sem líkir eftir hreyfingum fiska, svokölluð uggadrif. Drif þetta gæti orðið allt að 15% nýtnara en hefðbundin skrúfudrif.