Fréttir


Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna og Orkustofnun gefa út bækling um starfsemi jarðhitaskólans

4.7.2012

Jarðhitaskólinn hefur verið starfræktur frá árinu 1979. Íslenska ríkið og Háskóli Sameinuðu þjóðanna stofnuðu skólann sem hefur verið starfræktur innan Orkustofnunar frá upphafi.

Markmið skólans er að aðstoða þróunarlönd sem búa yfir jarðhita til þess að koma upp eigin sérfræðiþekkingu á sviði jarðhitanýtingar. Boðið er upp á sex mánaða sérhæfða þjálfun fyrir sérfræðinga sem vinna við jarðhitarannsóknir, þróun og nýtingu.  Jarðhitaskólinn hefur einnig boðið nokkrum nemendum sínum upp á frekara nám fyrir meistara- eða doktorsgráðu í samstarfi við Háskóla Íslands.

Jarðhitaskólinn veitir sérfræðingum sem koma víðsvegar að úr heiminum sérhæfða verkþjálfun.  Nemendurnir vinna náið með íslenskum sérfræðingum og öðlast þannig þekkingu sem þeir geta tekið með sér og nýtt í eigin stofnunum í heimalandinu.

Hægt er að skoða bæklinginn hér.