Fréttir


Iðnaðarráðherra, Oddný G. Harðardóttir, kynnti niðurstöður útboðs á ráðstefnu um olíuvinnslu á norðurslóðum.

29.6.2012

Í ræðu sinni á fundinum lagði hún mikla áherslu á að Ísland byggi tilveru sína nær alfarið á hreinleika hafsins og hreinni ímynd. Það væri ein helsta ástæðan fyrir því að íslensk stjórnvöld leggja ofuráherslu á að gera þurfi strangar öryggiskröfur til olíuborunar á heimskautasvæðinu.

Öryggismál vegna olíuvinnslu á Norðurheimskautsvæðinu var meginþema ráðstefnunnar, Arctic Energy Roundtable, sem haldin var í Þrándheimi, Noregi. Meðal þeirra sem sóttu fundinn var innanríkisráðherra Bandaríkjanna, ráðherrar Noregs og Kanda auk sendiherrar annarra ríkja sem eiga hagsmuna að gæta á Norðurskautsvæðinu og sérfræðinga um olíuvinnslu og á svæðið.

Ræða ráðherra