Fréttir


Orkustofnun veitir Íslenskri matorku ehf. rannsóknarleyfi á heitu og köldu vatni

6.6.2012

Orkustofnun veitir Íslenskri matorku ehf. rannsóknarleyfi á heitu og köldu vatni á Keilisnesi í landi Flekkuvíkur og Kálfatjarnar á Vatnsleysuströnd, í sveitarfélaginu Vogum.

leyfið felur í sér heimild til handa leyfishafa til að leita að heitu og köldu vatni og framkvæma mælingar og rannsóknir á viðkomandi svæði á leyfistímanum í samræmi við rannsóknaráætlun leyfisins.

Leyfið gildir frá 1. júní 2012 til 30. júní 2013. Rannsóknir leyfishafa eða undirbúningur þeirra skal hefjast innan tveggja mánaða frá útgáfu leyfis og ljúka fyrir 30. júní 2013.

Leyfishafa ber að haga rannsóknum á leyfissvæðinu í samræmi við innsend gögn. Hann skal árlega gera Orkustofnun grein fyrir niðurstöum rannsókna og gera jafnframt grein fyrir endurskoðun á áætlun um rannsóknir sínar á leyfissvæðinu ef um veruleg frávik er að ræða frá upphaflegri áætlun eða rannsóknir auknar frá því sem gert var ráð fyrir í rannsóknaráætlun. Leita skal samþykkis Orkustofnunar ef verulegar breytingar verða á gildandi rannsóknaráætlun.

Leyfið