Fréttir


Daily mail birtir grein um heimsókn breska orkumálaráðherrans til Íslands og mögulegt samstarf þjóðanna

5.6.2012

Eftir vel heppnaða heimsókn orkumálaráðherrans birtist grein í Daily mail um samstarf Íslendinga og Breta í orkumálum. Í greininni segir frá því hvernig hægt væri að nýta jarðhita til að hita upp öll heimili Bretlands og að auki væri mögulegt að framleiða rafmagn sem myndi duga til að mæta fimmtungi raforkuþarfar landsins.

Jarðhita er að finna um allt Bretland og eru þar sérstaklega nefnd svæði eins og Cornwall, East Yorkshire, Hampshire, Norður Írland og Skotland. Hinsvegar þurfi ákveðin uppbygging að eiga sér stað til þess að hægt sé að byrja að nýta jarðhita af alvöru segir í greininni. Raunhæfara væri því að byrja að nýta jarðhita á svæðum þar sem orkuþörf er mikil eins og í nálægð við spítala eða opinberar byggingar segir ennfremur.

Í lok greinarinnar er fjallað um samstarf Íslendinga og Breta í jarðhitamálum en ráðherrann heimsótti Hellisheiðarvirkjun á meðan á dvöl hans stóð. Þá gafst honum einnig tækifæri til að ræða við sérfræðinga í orkumálum og ráðamenn til þess að efla frekar samstarf landanna bæði í jarðhitamálum og ekki síður um möguleikann á byggingu sæstrengs milli Íslands og Bretlands.  

Greinin er birt hér