Fréttir


Framkvæmdir hefjast við nýja fiskeldisstöð við Reykjanesvirkjun

20.4.2012

HS Orka útvegar fiskeldinu rafmagn og heitan hreinan sjó, sem nú rennur ónýttur til sjávar.

senegal_flura_003

Reykjanesvirkjun HS Orku hf sem er 100 MWe jarðvarmavirkjun, er sjókæld. Í um 100 m fjarlægð frá strönd eru um 50 m djúpar sjónámsholur, sem sjá virkjuninni fyrir um 3500 l/s af 8 °C kælisjó. Sú orka sem verður til við kælinguna rennur í dag ónýtt til sjávar en nú stendur til að nýta þessa orku til fiskeldis. Frá orkuverinu fær fiskeldið um 35 °C heitan og hreinan sjó. Með tilkomu fiskeldisins og fiskþurrkunarfyrirtækjanna Háteigs og Haustaks er lagður grunnur að nýstárlegum Auðlindagarði/Matvælagarði, sem í er framleiddur hreinn, hollur og næringarríkur matur fyrir fólk, segir í tilkynningu frá framkvæmdaaðilum og greint var frá í Víkurfréttum.