Fréttir


Ársfundur Orkustofnunar var haldinn í Hörpu síðastliðinn föstudag

2.4.2012

Iðnaðarráðherra og GuðniIðnaðarráðherra, Oddný G. Harðardóttir og Orkumálastjóri, Guðni A. Jóhannesson fluttu ávarp í upphafi fundar. Áhugaverð erindi voru flutt af Starfsfólki Orkustofnunar og Bjarna Bjarnasyni forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. 

Meðal þess sem fjallað var um í erindum starfsfólks var framhaldsnám styrkþega Jarðhitaskólans við Háskóla Íslands, jarðhitaverkefni hjá þróunarsjóði EFTA, vefsjár Orkustofnunar, bókasafn Orkustofnunar og rekstur Orkuveitunnar og framtíðarsýn.

Ársskýrsla stofnunarinnar var dreift á fundinum ásamt orkutölum sem gefnar voru út árið 2011. Veggspjöld sem unnin voru af starfsfólki Orkustofnunar voru til sýnis fyrir gesti og vöktu þau mikla lukku. 

Myndir frá fundinum

Guðni, Bjarni, IngvarBryndístónlist ársfundar


Ársskýrsla