Ráðstefna um varmadælur
Orkustofnun flytur erindi um haghvæmni varmadælna á ráðstefnu lagnafélagsins um varmadælur fimmtudaginn 22. mars í Lagnakerfamiðstöð Íslands.
Tilgangur ráðstefnunar er að kynna varmadælu sem orkugjafa til húshitunar og nýtingu hennar á svæðum landsins þar sem hitaveita er ekki til staðar. Varmadælur eru varmaflutningskerfi og nýta varma úr umhverfinu eins og lofti, jörðu eða vatni. Á ráðstefnunni er sýnt fram á að hátt orkuverð hér á landi gerir varmadælur að góðum valkosti til upphitunar samanborið við beina rafhitun. Þá kemur varmadæla sterklega til greina sem hitagjafi húsa vegna þeirra eiginleika að skila út meiri varmaorku en sú raforka sem fer til varmaframleiðslunar.
Lagnafélag Íslands heldur ráðstefnuna í samvinnu við Iðuna, fræðslusetur, Félag pípulagnameistara, Mannvirkjastofnun, Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélag íslands.
Dagskrá og frekari upplýsingar má nálgast hér