Orkustofnun veitti, þann 23. janúar 2012, Vatnsvirkjun í Skógargerði ehf, leyfi til að reisa og reka allt að 145 kW vatnsaflsvirkjun í Rangá við Skógargerði
Orkustofnun hefur, með vísan til 4. og 5. grein raforkulaga nr. 65/2003, með síðari breytingum og 4. og 5 gr. reglugerðar um framkvæmd raforkulaga, nr. 1040/2005, með síðari breytingum, veitt vatnsvirkjun í Skógargerði ehf leyfir til að reisa og reka allt að 145 kW vatnsaflsvirkjun í Rangá við Skógargerði.
Fyrir liggur samningur við RARIK ohf. um tengingu virkjunarinnar við dreifikerfi RARIK ohf. Þá kemur fram í umsókninni að samið hafi verið við Fallorku ehf. um kaup á orku frá virkjuninni.
Virkjunin er í landi jarðarinnar Rangár og viljayfirlýsing hefur verið undirrituð af eigendum jarðarinnar að þeir geri ekki athugasemd við að mannvirki sem við koma Rangárvirkjun verði reist í þeirra landi, svo sem stöðvarhús, aðrennslispípa og stífla.
Orkustofnun vekur athygli á því að til að stunda raforkuviðskipti þarf sérstakt leyfi Orkustofnunar, sbr. 1. mgr. 18. gr. raforkulaga, en virkjunarleyfi þetta felur ekki í sér leyfi til raforkuviðskipta.