Fréttir


Sérfræðingur – á sviði raforkueftirlits

19.1.2012

Orkustofnun auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings við eftirlit með framkvæmd raforkulaga.

Helstu verkefni

·      Vinna að mótun og framkvæmd úttekta á starfsemi dreifiveitna og flutningsyfirtækja

·      Greining á rekstrarforsendum fyrirtækjanna og virkni tekjumarka m.a með líkanagerð, hermun og álagsprófunum

·      Öflun gagna úr rekstri þeirra sem unnið er úr

·      Að hafa samskipti við dreifiveitur og flutningsfyrirtæki

·      Miðlun gagna og upplýsinga um raforkumál

Hæfniskröfur

·      Háskólamenntun sem nýtist í starfi, helst á sviði rekstrarverkfræði eða rekstrarhagfræði

·      Sjálfstæði í vinnubrögðum og góð samskiptahæfni

·      Hæfileiki til þess að koma frá sér efni í töluðu og rituðu máli

·      Gott vald á íslensku og ensku er skilyrði

·      Æskilegt er að umsækjandi hafi vald á einu norðurlandamáli

·      Æskilegt er að umsækjandi hafi þekkingu á rekstri orkufyrirtækja

Laun greiðast samkvæmt samningum fjármálaráðuneytis við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar veitir Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri, sími 5696000, netfang gudni.a.johannesson@os.is.

Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist til Guðnýjar Þórsdóttur starfsmannastjóra Orkustofnunar, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík eða á netfang gd@os.is eigi síðar en 6. febrúar 2012.

Öllum umsóknum verður svarað.

 

Orkumálastjóri