Fréttir


Orkusetur hlýtur viðurkenningu fyrir gagnvirkar reiknivélar á netinu

19.1.2012

Orkusetur hlaut á dögunum alþjóðlega viðurkenningu Energy Globe fyrir gagnvirkar reiknivélar sem aðstoða neytendur við að draga úr umhverfisáhrifum samgangna.

Energy globe leggur áherslu á sjálbærni og veitir viðurkenningar fyrir verkefni sem stuðla að bættri orkunýtni, aukinni notkun endurnýjanlegra orkugjafa og minnkun á útblæstri gróðurhúsaloftegunda. Energy Globe fær árlega um 1000 umsóknir frá yfir 100 löndum.

Reiknivélarnar bera saman rekstrar- og umhverfiskostnað bifreiða við mismunandi forsendur.  Mjög fróðlegt er að bera saman; minni og stærri bifreiðar, bensín-, dísel- og tvinnbíla, sjálfskiptar og beinskiptar bifreiðar.  Hægt er að velja mismunandi akstur á ári og reikna fyrir eitt eða fleiri ár í senn. Forsendur miða við eyðslu og útblástur samkvæmt evrópskum gerðarviðurkenningum.