Fréttir


Orkustofnun kynnti dýptarmælingar og efnistöku á Vetrarmóti norrænna jarðfræðinga í Hörpu. 

17.1.2012

Orkustofnun í samstarfi við Sjómælingar Íslands kynnti á dögunum dýptarmælingar og efnistöku í Hvalfirði og Kollafirði.

Á ráðstefnunni voru þrjú veggspjöld sem sýndu dýptarmælingar og hafsbotnsmyndir af Hvalfirði og Kollafirði. Fjallað var um efnistöku á svæðunum og samanburður á þeim dýptarmælingum sem hafa verið gerðar.

Að auki var fjallað um nýtt rannsóknarverkefni sem unnið er í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð, PP- ráðgjöf og Háskóla Íslands sem miðar að því að kortleggja efnistöku af hafsbotni í nágrenni Reykjavíkur.

Hægt er að nálgast veggspjöldin hér