Fréttir


Orkustofnun veitir Landsneti hf. leyfi til að reisa og reka flutningsvirki milli Fitja og Helguvíkur  

5.1.2012

Orkustofnun veitti þann, 15. desember 2011, Landsneti hf. leyfi til að reisa og reka flutningsvirki milli Fitja og Helguvíkur.

Orkustofnun hefur, með vísan til 2. mgr. 9. gr. raforkulaga, veitt fyrirtækinu leyfi til byggingar flutningsvirkis sem felur í sér lagningu á 8,9 kílómetrum af 132 kV jarðstreng milli Fitja og Helguvíkur ásamt uppsetningu á rofabúnaði í tengivirkjum að Fitjum og í Helguvík.

Leyfisveitingin er háð því að skipulagsyfirvöld heimili lagningu strengsins þannig að lengd hans verði ekki meiri en 10 km.

Leyfið undanþiggur ekki leyfishafa frá því að sækja um leyfi vegna starfsemi sinnar sem mælt er fyrir um í lögum. Áður en framkvæmdir hefjast skulu önnur leyfi sem lög kveða á um liggja fyrir.

Leyfið