Fréttir


Iðnaðarráðuneytið hefur staðfest niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar

2.1.2012

Borholur á Hellisheiði

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 78/2002, um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar og fjárlög fyrir árið 2012 hefur iðnaðarráðherra ákveðið fjárhæð niðurgreiðslna sem taka munu gildi frá og með 1. janúar 2012.

Iðnaðarráðherra hefur ákveðið að hámarksfjöldi niðurgreiddra kWst á ári til hitunar verði 40.000 kWst sem svarar til 888 m³ á ári hjá kyntum hitaveitum og 4.480 lítra af olíu á ári hjá þeim sem hita með olíu.

Nánari upplýsingar um fjárhæð niðurgreiðslna má finna í meðfylgjandi auglýsingu frá ráðuneytinu.

Auglýsing