Fréttir


Eldri gagnavefsjá lokað

21.12.2011


gagnavefsja_skjamynd

Orkustofnun hefur lokað eldri Gagnavefsjá á vefsíðu stofnunarinnar en stofnunin hefur unnið að uppbyggingu Orkuvefsjár og Landgrunnsvefsjár frá árinu 2009.

Upplýsingar um þau landrænu gagnasöfn af Íslandi sem eru á ábyrgðarsviði OS munu hér eftir birtast í Orkuvefsjá. OS hefur afritað öll gögn Gagnavefsjárinnar, gagnaskrár og texta, auk útlitsmynda af völdum skjámyndum, þannig að ítarlegar heimildir eru til um verkefnið í skjalasafni. Meðan upplýsingar um einhver gagnasöfn OS sem sýnd voru í eldri Gagnavefsjá eru ekki endanlega uppfærðar í Orkuvefsjá er notendum bent á að hafa samband við stofnunina. Hægt er að fá nánari upplýsingar um verkefnið og gömlu vefsjána á vefsíðu OS.