Fréttir


Fyrsta skip íslenska flotans sem gengur fyrir innlendum orkugjafa

16.12.2011

Bjorgulfur

Við styrkveitingar Orkusjóðs á undanförnum árum, hefur sérstök áhersla verið lögð á verkefni sem beinast að framleiðslu á vistvænu innlendu eldsneyti. Nokkur þessara verkefna hafa verið unnin af aðilum við Eyjafjörð.

Nú á dögunum notaði fiskiskipið Björgúlfur EA 312 innlendan orkugjafa, lífdísil, sem framleiddur er hjá nýsköpunarfyrirtækinu Orkey á Akureyri í veiðiferð sinni með góðum árangri. Árið 2007 veitti Orkusjóður Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar styrk til hagkvæmniathugunar á framleiðslu eldsneytis úr jurtafræjum. Þetta varð kveikjan að stofnun Orkeyjar. Frá þeim tíma hefur verið náið samstarf Orkuseturs og fleiri aðila um framhald rannsókna og framleiðslu eldsneytis á breiðari grunni.

Á árunum 2009 til 2011 hefur Verkfræðistofan Mannvit hf. sem verið hefur í forsvari samstarfsins hlotið þrjá styrki úr Orkusjóði til rannsókna og þróunar á vistvænni innlendri eldsneytisframleiðslu við Eyjafjörð. Þá hefur verkfræðistofan einnig hlotið styrk frá Orkusetri til mælinga á magni vinnanlegs hauggass á Glerárdal ofan Akureyrar.

Í tilefni þess að fyrsta skip íslenska flotans sem gengur fyrir innlendum orkugjafa kom til heimahafnar eftir veiðiferð var boðað til blaðamannafundar fimmtudaginn 15. desember.  Fulltrúar Orkustofnunar og Orkusjóðs á staðnum voru Ágústa Loftsdóttir, Sigurður Ingi Friðleifsson og Jakob Björnsson