Fréttir


Orkumál - Raforka gefin út í dag

13.12.2011

Orkumál - RAFORKA voru gefin út í dag. Ritið byggir á tölulegum upplýsingum frá árinu 2010 en þar er meðal annars fjallað um raforkuvinnslu og þróun hennar, raforkunotkun, verðlag á rafmagni, gæði raforku og afhendingaröryggi, dreifiveitur, flutningskerfi og síðast en ekki síst vindmyllur.

Hægt að nálgast vefritið á vefnum okkar líkt og fyrri útgáfur Orkumála. Þess má geta að Orkustofnun hefur gefið út Orkumál með hléum frá árinu 1959. Í Orkumálum síðustu ára var lögð áhersla á helstu lykiltölur, greinar og það sem nýstárlegt þykir hverju sinni.

Orkumál - Raforka 2010