Fréttir


Fjörugar umræður um áhrif olíuleitar á íslenskt atvinnulíf

9.12.2011

Þórarinn - fyrirlestur dokkan 2011
Fyrirlestur um stöðu olíuleitar á Drekasvæðinu var haldinn á vegum Dokkunnar í Orkugarði í gær.
Meðal þess sem fjallað var um á fundinum var yfirlit rannsókna, útboð sérleyfa til rannsókna og nýlegar rannsóknir sem styrkja kenningar um líkur á því að olíu eða gas sé að finna á svæðinu. Fjörugar umræður um áhrif á íslenskt atvinnulíf og umhverfi fóru fram á fundinum.

Mikill áhugi var á meðal gesta og meðal þess sem menn veltu fyrir sér voru áhrif olíuleitar á Drekasvæðinu fyrir íslenskt atvinnulíf. Umræður og fyrirspurnir um hugsanlega þjónustumiðstöð frá Íslandi bæði vegna útboðs íslendinga á Drekasvæðinu og umsvifa hér á landi vegna útboðs í Austur Grænlandi. Þjónustumiðstöð í kringum olíuleit gæti orðið mikil lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf.

Glærur fundarins má nálgast hér