Fréttir


Fyrirlestur um stöðu olíuleitar á Drekasvæðinu á vegum Dokkunnar

6.12.2011

Fyrirlesturinn verður haldinn í Orkugarði, Grensásvegi 9, fimmtudaginn 8. desember kl. 8:30-10:00

Dokkan stendur að fyrirlestri um stöðu olíuleitar á Drekasvæðinu. Fyrirlesari er Þórarinn Sv. Arnarson, verkefnisstjóri olíuleitar hjá Orkustofnun. Fyrirlesturinn verður í fundarsalnum Víðgelmi á 1. hæð Orkugarðs.

Dagskrá

1. Yfirlit rannsókna
2. Útboð sérleyfa til rannsókna og vinnslu kolvetnis - aðdragandi og skilmálar
3. Hvað svo?

Nægur tími verður fyrir umræður meðan á fyrirlestri stendur og að honum loknum.

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.