Fréttir


Orkustofnun veitir RARIK ohf. leyfi til nýtingar á jarðhita í landi Fjallabyggðar í Skarðdal í Siglufirði

6.12.2011

Orkustofnun veitti, þann 20. október 2011, RARIK ohf., leyfi til nýtingar á jarðhita í landi Fjallabyggðar í Skarðdal í Siglufirði.

Við undirbúning að útgáfu leyfisins var leitað umsagnar umhverfisráðuneytisins og Sveitarfélagsins Fjallabyggðar í samræmi við 3. mgr. 6. gr. laga nr. 57/1998, og 13. og 14. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.

Leyfið tekur til nýtingar á jarðhita. Leyfið felur í sér heimild til handa leyfishafa til að nýta jarðhita á leyfistímanum í því magni og með þeim skilmálum öðrum sem tilgreindir eru í leyfinu.

Leyfið gildir frá 20. október 2011 til 31. október 2076. Að þeim tíma liðnum er heimilt að framlengja leyfið nema að forsendur leyfisveitingar hafi breyst og sýnt sé fram á að óbreytt nýting jarðhitans hafi skaðleg áhrif á auðlindina.

Leyfið og fylgiskjöl