Fréttir


Orkustofnun veitir SSB ehf. rannsóknarleyfi á vatnasviði Svartár í Bárðardal

6.12.2011

Orkustofnun veitti, þann 8. nóvember 2011, SSB ehf. rannsóknarleyfi á vatnasviði Svartár í Bárðardal í samræmi við III. kafla laga, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, nr. 57/1998.

Við undirbúning að útáfu leyfis þessa var leitað umsagnar umhverfisráðuneytis í samræmi við 4. mgr. 5. gr. laga, nr. 57/1998, sjávarútvegs – og landbúnaðarráðuneytis með vísan til 13. og 14. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. tölul. B. liðar 10. gr. reglugerðar nr. 177/2007, sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar og landeigenda með vísan til 13. og 14. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Leyfið gildir frá 8. nóvember 2011 til 1. desember 2016. Rannsóknir leyfishafa eða undirbúningur þeirra skal hefjast innan fjögurra mánaða frá útgáfu leyfisins og ljúka fyrir 1. nóvember 2016.

Leyfið og fylgiskjöl