Fréttir


Vindmyllan í Belgsholti brotnar

5.12.2011

Mikið tjón átti sér stað hjá Haraldi bónda í Belgsholti þegar túrbína vindmyllunnar brotnaði.

Mikið tjón átti sér stað hjá Haraldi bónda í Belgsholti þegar vindmyllan sem reist var síðasta sumar brotnaði. Túrbína vindmyllunar brotnaði og losnaði af mastrinu, rakst í það með tilheyrandi tjóni og féll til jarðar. Ástæðan fyrir tjóninu er að sögn Haraldar líklega galli í stýriforriti myllunnar. Hún brást ekki rétt við vindálagi, í stað þess að bremsa sig af með því að snúast 90°, sneri hún sér 180° sem olli aukaálagi á spaðana og við það brotnaði hún. Því verður ekki framleidd raforka á næstunni með myllunni. Tjónið er mikið fyrir Harald þar sem það skapar bæði kostnað fyrir Bergholtsbúið og skilar ekki greiðslum vegna rafmagns sem hefði farið á markað. Að auki segir Haraldur að sænska fyrirtækið sem seldi honum mylluna sem er af gerðinni Hannewind sé gjaldþrota og því erfitt fyrir hann að fá bætur frá framleiðanda.