Fréttir


Nýjar rannsóknir styrkja kenningar um að olía eða gas gæti fundist á Jan Mayen hrygg

22.11.2011

Norska Olíustofnunin og Háskólinn í Bergen hafa tekið jarðfræðisýni úr bröttum hlíðum á Jan Mayen hrygg. Greiningar á sýnunum benda til þess að gömul setlög sé að finna á svæðinu en elsta sýnið er 260 milljón ára gamalt. 

Lykilforsenda fyrir myndun olíu eða gass er að móðurberg sé að finna á svæðinu, en olía eða gas myndast úr því við réttar aðstæður í jarðlögunum. Jafnframt þarf að vera til staðar geymsluberg þar sem olían eða gasið safnast í. Sýnin sem nú hafa verið rannsökuð staðfesta tilvist móður- og geymslubergs. Þessar niðurstöður eru jákvæðari heldur en Olíustofnunin þorði að vona. Ýmsir aðrir óvissuþættir eru fyrir hendi um það hvort olía eða gas hafi myndast og varðveist á svæðinu eins og til að mynda hitastigull í jarðlögum og tilvist þakbergs.

Sýnunum var safnað með fjarstýrðum kafbáti á tímabilinu 3. til 19. júlí bæði innan lögsögu Noregs og Íslands. 

Nánari upplýsingar um niðurstöður rannsóknarinnar er að finna á vef norsku Olíustofnunarinnar.