Fréttir


Orkutölur á vef Orkustofnunar

18.11.2011

Orkustofnun hefur bætt við undirvef um orkutölur þar sem hægt er að finna ýmislegt talnaefni,  til að mynda um frumorkunotkun, raforkuvinnslu, jarðhitanotkun og gaslosun.

Orkustofnun safnar gögnum um ýmsa þætti orkumála, svo sem um vinnslu, innflutning, notkun, verð á orku og um vissa þætti í rekstri orkumannvirkja. Auk þess eru varðveittar á stofnuninni ýmsar aðrar upplýsingar tengdar orkubúskap þjóðarinnar.

Mikilvægur þáttur í starfsemi Orkustofnunar er að miðla þessum gögnum og á nýja undirvef stofnunarinnar eru birtar ýmsar tölulegar upplýsingar sem stofnunin safnar svo sem um frumorkunotkun, raforkuvinnslu, jarðhitanýtingu, gaslosun og fleira.

Gagnasöfnin ná mislangt aftur en sem dæmi þá ná gögn um raforkuvinnslu aftur til 1915.