Ráðstefna um vistvænt eldsneyti 26. október 2004
15.10.2004
Þann 26. október nk. mun Orkustofnun standa fyrir ráðstefnu um vistvænt
eldsneyti. Kynnt verða málefni um bætta nýtingu eldsneytis, framleiðslu
gervieldsneytis, mengun og losun gróðurhúsalofttegunda, nýtingu úrgangs
til eldsneytisframleiðslu og hagkvæmnisþætti tengda breyttri
eldsneytisnotkun.
Áhugasamir eru hvattir til að mæta og kynna sér hvernig best megi standa að því að minnka notkun Íslendinga á jarðefnaeldsneyti.
Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis.
Dagskrá ráðstefnunnar