Fréttir


Náttúruvefsjá formlega opnuð á ráðstefnu Lísusamtakanna

1.10.2004

Vefsjáin varð til upp úr samræmdum gagnagrunni um náttúru Íslands.  Tíu stofnanir og fyrirtæki hafa lagt fram vinnu og gögn í þetta verkefni, sem var styrkt af Rannís.

Ekki er enn ljóst hvort hægt verður að halda þessu merkilega starfi áfram, en það veltur á því hvort til þess fæst fjármagn. Eru allir hvattir til að skoða vefsjána, en hún verður opin a.m.k. fram að áramótum að öllu óbreyttu. Stór hluti vinnunnar við Náttúruvefsjána fór fram á Orkustofnun og á Stefanía G. Halldórsdóttir mestan heiðurinn af þeirri vinnu.

Náttúruvefsjá