Fréttir


Starfsmenn Orkustofnunar leika stórt hluterk á ráðstefnu Lísu-samtakanna, 30. september

29.9.2004

Meðal þess sem er á dagskrá ráðstefnunnar er kynning á Gagnavefsjánni.

Um kynninguna sjá Helga Tulinius og  Helga P. Finnsdóttir á Orkustofnun og Steinunn Hauksdóttir frá ÍSOR. Helga Finnsdóttir mun einnig kynna Samræmdan gagnagrunn um náttúru Íslands ásamt Ágústi Ú. Sigurðssyni á Náttúrufræðistofnun.

Að ráðstefnunni lokinni, kl. 16:30 verður "opið hús" þar sem öllum er velkomið að koma og skoða sýningu og hlýða á nokkra stutta fyrirlestra. Þar mun Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, deildarstjóri Orkudeildar,  flytja fyrirlestur um orkutölur og kynna nýútkominn bækling Orkustofnunar.


Aðgangur er ókeypis frá kl. 16:30.


frett_29092004_1

Helga P. Finnsdóttir, Steinunn Hauksdóttir og Helga Tulinius


frett_29092004_2

Helga P. Finnsdóttir, Steinunn Hauksdóttir og Sigurlaug B. Stefánsdóttir