Fréttir


Orkustofnun og Umhverfisstofnun á vísindadögum í París

27.9.2004

Í tengslum við kynningu á íslenskri menningu sem fram fer í París og víðar í Frakklandi í september og október 2004, verður haldin vísindasýning í safninu Palais de la découverte.

Sýningin stendur frá 27. september og lýkur 5 janúar 2005. Áhersla verður lögð á eldfjallafræði, haffræði, jarðhitafræði, orku og notkun vetnis á Íslandi og erfðafræði.

Við opnum sýningarinnar var haldin ráðstefna undir yfirskriftinni: Energy on the Move þar sem fluttir voru fyrirlestrar m.a. um orkumál. Orkustofnun og Umhverfisstofnun höfðu samvinnu um fyrirlestur um orku- og umhverfismál sem Kristján Geirsson, sérfræðingur á Umhverfisstofnun flutti.