Fréttir


Fyrirlestrar um jarðhita og jarðhitanýtinug 27.-30. sept.

24.9.2004

Dr. Peter Seibt frá GTN - Geothermie Neubrandenburg í Þýskalandi, er gestafyrirlesari Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna þetta árið.

Peter hefur starfað að verkefnum tengdum jarðhitanýtingu í meira en 20 ár, á sviði forðafræði, jarðhitaborana og stjórnunar í fjölmörgum Evrópulöndum.  Frá 1990 hefur hann stýrt GTN sem hefur starfað að jarðhitarannsóknum á alþjóðavettvangi.  Fyrir það starfaði hann við Tækniháskólann í Freiberg.  Peter er varaformaður European Geothermal Energy Council.  Meðal verkefna sem hann hefur fengist við er lausnir á vandamálum við niðurdælingu jarðhitavatns í setlagajarðhitakerfi.

Dr. Peter Seibt flytur fjóra fyrirlestra um jarðhita og jarðhitanýtingu fyrir nemendur Jarðhitaskólans dagana 27.-30. september og hefjast þeir allir kl. 9:15.  Reikna má með að fyrirlestrarnir taki 50-60 mínútur auk umræðu á eftir.

  • Mánudagur 27. sept.:  Jarðhitanýting í Þýskalandi:  Jarðfræðilegar aðstæður, verkefni og rammi þeirra.
  • Þriðjudagur 28. sept.:  Neustadt-Glewe jarðhitaverkefnið - frá hagkvæmniathugun til fyrsta jarðhitaorkuversins í Þýskalandi:  Staðarval, forrannsóknir, tæknilegar lýsingar, framkvæmd og reynslan af starfrækslu orkuversins.
  • Miðvikudagur 29. sept.:  Orkumiðlun með vatnsleiðurum:  Lögmál, jarðfræðilegar aðstæður, reynsla af nýtingu og dæmi.
  • Fimmtudagur 30. sept.:  Reynsla af niðurdælingu kælds jarðhitavatns í sandsteins-jarðhitakerfi:  Jarðfræðilegar aðstæður, mat á virkni og dæmi.

Fyrirlestrarnir eru haldnir á sal Orkustofnunar við Grensásveg 9 og eru opnir fyrir allt áhugafólk um nýtingu jarðhita.